28 September 2008

SHIRIN NESHAT Í LISTASAFNI ÍSLANDS

Við Bjarni Dagur fórum á sýningu Shirin Neshat í Listasafni Íslands í dag og skoðuðum áhugaverð video verk sem eru þar til sýnis, og svo auðvitað kaffihús á eftir.
SHIRIN NESHAT Í LISTASAFNI ÍSLANDS einnig viðtal í KASTLJÓSI

27 September 2008

Engisprettur



...... meiri menning, Engisprettur kl.20:00 hjá okkur Tinnu.( það eru víst mjög flottar tennur í þessu verki) Í Engisprettum er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á bráðsnjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra eru samofin. Svartur húmor, angurværð og mannleg hlýja renna saman á sérstæðan hátt í margslungnu verki.

Ég hef lengi elskað þig / Il y a longtemps que je

Mynd dagsins í dag á RIFF, við Tinna Rós skelltum okkur saman kl:15:30.

TIL DÖDEN OS SKILLER / ÞAR TIL DAUÐIN AÐSKILUR OKKUR

With Your Permission - Danish Trailer
Hópurinn úr Endurmentun fór saman á þessa mynd í gærkvöld ( föstud) ásmamt kennara. Eftir myndina fóum við á kaffihús og var myndin rædd þar.

Heimaleikfimi

Tvær ungar dömur á leið á djammi í gærkvöldi.

20 September 2008

Kvikmyndirnar og lífið

Byrjaði á þriðjudagskvöld á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ sem heitir ''Kvikmyndirnar og lífið'' Var að horfa á þessar frábæru myndir, In America og Lars And The Real Girl, báðar alveg frábærar. Árni Svanur kennari á námskeiðinu segir að maður sé ekki búin að sjá mynd fyrr en maður hefur horft á hana þrisvar, svo að ryksugan,þvotturinn og matargerðin verða að bíða.

14 September 2008

Grískur kjúklingur





Jæja þá er mamma stungin af til Köben næstu 5 vikurnar. Við Tinna elduðum okkur Grískan kjúklingarétt í gærkvöldi, alveg ljómandi góðann.

07 September 2008

Afmælisveisla frú E

Frú Elísabeth átti afmæli 3.sept, en hélt upp á það í dag sunnudaginn 7.sept.

MYNDIR MYNDIR MYNDIR