27 September 2008

Engisprettur



...... meiri menning, Engisprettur kl.20:00 hjá okkur Tinnu.( það eru víst mjög flottar tennur í þessu verki) Í Engisprettum er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á bráðsnjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra eru samofin. Svartur húmor, angurværð og mannleg hlýja renna saman á sérstæðan hátt í margslungnu verki.

2 comments:

Anonymous said...

heyyjj pabbi minn...
takk fyrir bíóið og leikhúsið, þetta var ekkert smá skemmtilegt, við erum svo menningarleg feðgin! :)

love you

þitt yngsta barn :*

Anonymous said...

.... það er mikil lukka að eiga góð, stór, sterk ,falleg og gáfuð börn. Það er gaman að stunda menningun með þér Tinnsla mín.